Viðskipti

Margrét Írena nýr útibússtjóri hjá Sjóvá Reykjanesbæ
Mánudagur 14. nóvember 2022 kl. 14:41

Margrét Írena nýr útibússtjóri hjá Sjóvá Reykjanesbæ

Margrét Írena Ágústsdóttir var nýverið ráðin útibússtjóri hjá Sjóvá í Reykjanesbæ og hóf hún störf í byrjun september. Margrét Írena býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á sviði trygginga og þjónustu þeim tengdum en hún hefur starfað hjá Sjóvá í þrettán ár. Hún segist full tilhlökkunar að takast á við nýja starfið.

 „Ég er afar þakklát fyrir að fá þetta tækifæri til að starfa með þeim frábæra hópi sem vinnur hjá Sjóvá í Reykjanesbæ. Ég þekki starfsfólk útibúsins vel í gegnum fyrri störf mín og veit hvað það leggur mikinn metnað í að veita viðskiptavinum okkar á Suðurnesjum framúrskarandi þjónustu. Það er jú í takt við áherslur okkar hjá Sjóvá um land allt, enda höfum við verið efst í Íslensku ánægjuvoginni heil fimm ár í röð,“ segir Margrét.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hjá Sjóvá Reykjanesbæ starfa auk Margrétar þau Ingibjörg Óskarsdóttir, þjónustustjóri, Kristín Gyða Njálsdóttir, ráðgjafi, og Maciej Stanislaw Baginski, ráðgjafi, auk þess sem Sigurbjörn Gústavsson sinnir fasteignaskoðunum á svæðinu. Þá starfar Gunnar Már Gunnarsson sem umboðsmaður Sjóvá í Grindavík.

Útibúið í Reykjanesbæ er til húsa á Hafnargötu 36 og segir Margrét ánægjulegt hversu margir koma við hjá þeim, ýmist til að leita ráðgjafar, tilkynna tjón eða einfaldlega til að spjalla yfir kaffibolla. „Það eru þessi daglegu samskipti við viðskiptavini sem gera þetta starf svo gefandi og það hefur verið virkilega gaman að kynnast þeim viðskiptavinum sem hafa komið eða haft samband við útibúið frá því að ég hóf störf. Starfsemi útibúsins hefur farið vaxandi að undanförnum árum, bæði í takt við fjölgun íbúa hér og svo finnum við líka að fólk kann að meta áherslur okkar þjónustu. Það á bæði við snögga og góða þjónustu ef til tjóns kemur en einnig við ráðgjöf, og gildir þetta jafnt um einstaklinga og fyrirtæki.“

Margrét Írena er með BSc gráðu í viðskiptafræði og hefur einnig lokið diplómanámi í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Hún er í sambúð með Orra Morthens og eiga þau tvær dætur.