Flugger
Flugger

Viðskipti

Kristín Gunnarsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson til Kjör- og Krambúðanna
Miðvikudagur 24. janúar 2024 kl. 13:42

Kristín Gunnarsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson til Kjör- og Krambúðanna

Kristín Gunnarsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson hafa tekið við nýjum stöðum hjá Krambúð og Kjörbúðinni á verslunar- og mannauðssviði. Kristján Helgi hefur tekið við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og Kristín sem rekstrarstjóri Krambúða og Kjörbúða. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. 

Kristín starfaði áður sem mannauðsstjóri Kjör- og Krambúða en hefur nú tekið við stöðu rekstrarstjóra. Kristín er með BS gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Kristín hóf störf sem mannauðsráðgjafi hjá Samkaupum og tók síðar við stöðu mannauðsstjóra. Áður starfaði hún meðal annars sem mannauðssérfræðingur hjá mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Kristján Helgi kemur til Kjör- og Krambúðarinnar frá Fríhöfninni þar sem hann starfaði í áratug og sinnti ýmsum störfum, meðal annars sem verslunarstjóri og innkaupa- og vöruflokkastjóri. Kristján tekur við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og mun meðal annars halda utan um samninga við birgja, áætlunargerð, vöruval og mótun sölustefnu.  

„Þessar ráðningar og skipulagsbreytingar eru liður í að styrkja Kjör- og Krambúðirnar enn frekar við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og vöruúrval í verslunum okkar um allt land. Kjörbúðirnar og Krambúðirnar eru nær viðskiptavinunum en stærri verslanir, í hverfum og smærri byggðakjörnum. Þær eru mikilvægur innviður í þessum samfélögum og við viljum sinna því verkefni af kostgæfni og rækta sambandið við fólkið í kringum okkur. Kristín og Kristján munu leika mikilvægt hlutverk í þeirri vinnu“, segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa.  

Samkaup reka 60 verslanir víðsvegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1250 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum.