Viðskipti

Honda dagur hjá K Steinarsson
Föstudagur 1. október 2021 kl. 12:10

Honda dagur hjá K Steinarsson

K. Steinarsson mun halda sérstakan Honda dag í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Njarðarbraut 15 næstkomandi laugardag milli kl. 12 og 16.

Allir helstu bílarnir frá Honda verða á staðnum. Má þar nefna fólksbílanna Jazz, borgarjepplinginn Jazz Crossstar og sportjeppann vinsæla Honda CR-V Hybrid.

Nýr Jazz er með nýjustu Hybrid tækninni sem veitir rafmagnaða og kraftmikla akstursupplifun með frábærum afköstum og hagkvæmi ásamt lítilli losun. Allar gerðirnar af Jazz eru með rafakstursham og geta því ekið á 100% hljóðlátri raforku.

CR-V sportjeppinn hefur verið endurbættur og endurhannaður. Útkoman er einstök blanda af djörfu og afgerandi útliti ásamt háþróuðu verkviti. Með nýju 1.5 VTEC TURBO bensínvélinni og nýju 2.0 i-MMD hybrid vélinni hafa aksturseiginleikarnir aldrei verið betri í þessum vinsæla sportjeppa.

Jazz Crosstar er nýjasti meðlimur Honda fjölskyldunnar og er með Hybrid tækninni. Þessi laglegi borgarjepplingur er hannaður fyrir virkan lífsstíl með hraustlegt útlit. Vatnskassahlífin er áberandi, sem og innfelldir þakbogar og hækkað ökumannssæti.

Nýr Honda e rafbíllinn hefur vakið mikla athygli og sankað að sér hönnunarverðlaunum víða um heim. Í Honda e fara saman kraftmiklir aksturseiginleikar, þægindi eins og þau gerast mest og háþróuð tækni.