Nettó
Nettó

Viðskipti

Fólk kaupir gleraugu allt árið
Föstudagur 7. desember 2018 kl. 10:45

Fólk kaupir gleraugu allt árið

Það var í maí 1982 sem Gleraugnaverslun Keflavíkur opnaði. Í dag nefnist verslunin Optical studio og er Linda Ólafsdóttir verslunarstjóri en hún hefur starfað í versluninni í langan tíma. Verslunin hefur undanfarin 36 ár verið við Hafnargötuna í Keflavík en hefur vaxið fiskur um hrygg því Optical rekur einnig verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í Smáralind. Eigandi Optical er Kjartan Kristjánsson en fyrirtækið er í hópi Framúrskarandi fyrirtækja á Suðurnesja 2018.
 
„Við erum að selja sjóngleraugu allan ársins hring. Sólgleraugu eru líka að seljast yfir vetrartímann því þá er sólin lágt á lofti hér heima og við megum ekki gleyma því að nota sólgleraugun einnig þá og vernda augun. Fólk ferðast einnig til sólarlanda yfir veturinn og margir kaupa sólgleraugu hjá okkur fyrir fríið. Fyrir skíðafólk erum við með það flottasta í skíðabransanum en það eru hjálmar og skíðagleraugu frá Oakley, mjög smart og mikil gæðavara. 
 
Við erum með fullt af flottum gleraugum frá Gucci og Ray Ban svo eitthvað sé nefnt. Hjá okkur geturðu einnig fengið sjónina mælda af sjónfræðingi. Það er mjög áríðandi að láta mæla í sér sjónina þegar maður þarf að byrja að nota gleraugu því þá færðu nákvæmlega það sem passar sjón þinni. Við fáum hingað einnig reglulega augnlækna en við viljum veita íbúum svæðisins eins góða þjónustu og mögulegt er,“ sagði Linda.

 
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs