Viðskipti

Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ vann alþjóðleg verðlaun
Föstudagur 29. október 2021 kl. 07:08

Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ vann alþjóðleg verðlaun

Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ hefur unnið til verðlauna sem Iceland’s Leading Business Hotel. Sigurvegarar World Travel Awards voru tilkynntir 22. október 2021 rafrænt þar sem ekki var haldin athöfn í ár vegan heimsfaraldursins.

„Það er mikill heiður að hafa unnið þessi verðlaun á fyrsta rekstrarári hótelsins, en hótelið opnaði fyrir fyrstu gestunum í október í fyrra. Starfsfólkið hefur lagt sig mikið fram á erfiðum og krefjandi tímum,“ segir Hans Prins hótelstjóri.

World Travel Awards voru stofnuð árið 1993 og fagna ágæti á öllum helstu sviðum ferðaþjónustunnar og gestrisniiðnaðarins, þar með talið flugfélögum, flugvöllum, hótelum og úrræði og ferðatækni. World Travel Awards eru viðurkennd um allan heim sem einn virtasti heiður í greininni og er kosið til verðlauna af sérfræðingum og neytendum um allan heim.

Courtyard by Marriott er rekið undir Marriott-keðjunni og býður upp á 150 deluxe herbergi með góðri vinnustöðu. Þar er einnig veitingastaðurinn The Bridge en á honum eru einnig vinnusvæði og básar sem henta fyrir stutta vinnufundi með sjónvarpi, sem fundargestir geta tengst. Á hótelinu eru einnig tvö fundarherbergi, eitt minna og eitt stærra.