Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Viðskipti

Breytingar hjá Subway - lokað í Keflavík
Sunnudagur 9. september 2018 kl. 07:00

Breytingar hjá Subway - lokað í Keflavík

 „Subway hefur rekið tvo veitingastaði í Reykjanesbæ undanfarin ár. Á síðasta ári var staðurinn á Fitjum þrefaldaður í stærð og endurnýjaður og hefur staðurinn fengið frábærar viðtökur hjá viðskiptavinum. Nú hefur verið ákveðið að sameina rekstur þessa tveggja staða á Fitjum. 

Frá og með 3. september verður staðnum við Hafnargötu lokað. Allir starfsmenn Subway Hafnargötu munu fá vinnu á Fitjum.  Oliver Þórisson verður áfram verslunarstjóri á Fitjum og Védís Hlín Guðmundsdóttir verður aðstoðar verslunarstjóri. Á sameinuðum veitingastað munu starfa um 30 starfsmenn.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs