Nettó
Nettó

Mannlíf

Vel heppnaður lestrarsprettur í Hópsskóla í Grindavík
Miðvikudagur 14. nóvember 2018 kl. 10:26

Vel heppnaður lestrarsprettur í Hópsskóla í Grindavík

Nemendur  í 1. -3. bekk í Hópsskóla í Grindavík tóku þátt í lestrarpretti í tvær vikur. Lestrarspretturinn er viðbótarlestur við þær 15 - 20 mínútur sem nemendur eiga að lesa í heimalestri daglega. 

Markmiðið með lestrarsprettinum er að auka áhuga á lestri og auka lesskilning. Börnin lásu aukalesturinn heima í frjálslestrabókum og fullorðin skráði mínútufjöldan á sérstakt kvittanablað. Fyrir hverja mínútu sem barnið las var ein poppbaun sett í sameiginlegan bauk og var markmið bekkjana að ná að safna saman sem flestum baunum svo hægt yrði að bjóða upp á ærlega poppveislu í lokin. 

Í lok lestrarsprettsins sem gekk mjög vel var haldin uppskeruhátíð. Börnin máttu mætta í grímubúningum í skólann og skólastjórinn og deildarstjórinn voru allan morguninn að poppa úr baununum þeirra. Í lok dags var síðan boðið upp á popp og myndasýningu. Börnin voru mjög ánægð með árangurinn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum en fleiri myndir má sjá á grindavik.is

 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs