Vörumiðlun
Vörumiðlun

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Metnaðarfullur og stefnir á að verða flugmaður
Sunnudagur 21. apríl 2024 kl. 06:01

FS-ingur vikunnar: Metnaðarfullur og stefnir á að verða flugmaður

FS-ingur vikunnar:
Nafn: Mikael Árni Friðriksson
Aldur: 16
Námsbraut: Framhaldsskólabraut
Áhugamál: Fótbolti og ræktin

Mikael Árni Friðriksson er á sautjánda ári og kemur úr Vogunum. Mikael er á framhaldsskólabraut í FS og hefur mikinn áhuga á fótbolta og að fara í ræktina. Framtíðarplön Mikaels er að vera flugmaður.

Á hvaða braut ertu? Framhaldsskólabraut.

Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið er gott, nánast allir vinir mínir eru í FS.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Andri Snær, frægur entrepreneur.

Skemmtileg saga úr FS? Það er engin saga sem að kemur upp í hugann.

Hver er fyndnastur/fyndnust í skólanum? Jóhann Sævar.

Hver eru helstu áhugamálin þín? Fótbolti og ræktin.

Hvað hræðistu mest? Kóngulær.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Engill með Flóna .

Hver er þinn helsti kostur? Ég er góður í stærðfræði.

Hver er þinn helsti galli? Hárið er farið að þynnast.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Kærleikur.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Að verða flugmaður.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Metnaðarfullur.