Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Geðrækt og hugarró í garðvinnunni heima fyrir
Margrét og Lady.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 25. júlí 2024 kl. 13:57

Geðrækt og hugarró í garðvinnunni heima fyrir

Margrét Eyjólfsdóttir er gallharður Grindvíkingur þó svo að hún sé ekki fædd þar og upp alin. Uppáhaldsstaðurinn er samt Mjóifjörður en hún myndi skoða breskar og skoskar sveitir ef hún fengi tækifæri til.

Nafn, staða, búseta:

Margrét Eyjólfsdóttir, húsmóðir í Grindavík.

Hvernig á að verja sumarfríinu?

Njóta þess að vera heima í garðinum í Grindavík og fara svo í eitthvað ferðalag.

Hver er uppáhaldsstaðurinn á Íslandi og af hverju? 

Mjóifjörður finnst mér einstakur, svo mikil kyrrð og bara svo fallegur.

Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á (á Íslandi og eða útlöndum)?

Langar að skoða breskar og skoskar sveitir, á eftir að gera það.

Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin?

Fiskur er bara alltaf í uppáhaldi.

Hvað með drykki? 

Auðvitað íslatte.

Hvað með garðinn, þarf að fara í hann? 

Já, ég elska að vinna í garðinum, það er mín geðrækt og hugarró.

Þarftu að slá blettinn eða mála húsið/íbúðina?

Já, slá grasið og huga að blómunum og já, mála glugga.

Veiði, golf eða önnur útivist? 

Hef einu sinni prófað golf en annars göngutúrar með hundinn og bara vera úti í náttúrunni. 

Tónleikar í sumar?

Ekkert ákveðið allavega.

Áttu gæludýr? 

Já, hundinn Lady sem er whippet og er sú besta.

Hver er uppáhaldslyktin þín (og af hverju)? 

Af nýslegnu grasi og rósunum mínum… og bara lyktin af sumrinu!

Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/gera á Suðurnesjum?

Að ganga upp á Þorbjörn og Hópsnesið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024