Mannlíf

Súrkál með pylsum færir góða lukku
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
sunnudaginn 5. janúar 2020 kl. 14:22

Súrkál með pylsum færir góða lukku

Birgitta Jónsdóttir-Klasen svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum um áramótin.

Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu?
Að vera ennþá á lífi.

Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019?
Í raun ekki mikið, ég var bara ánægð að fá meðhöndlun við krabbameini, meðferð sem heldur væntalega áfram árið 2020 til að klára þá meðferð. Kannski fer ég til Spánar eftir það.

Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu?
Samherji, starfsfólk hér á landi sem átti ekki að standa í þessu.

Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu?
Að Ljósanótt er orðin tuttugu ára og hvað það er allaf gaman að taka þátt.

Hvað borðaðir þú um áramótin?
Súrkál með pylsum, það er sagt færa góða lukku fyrir nýja árið, búin að gera það nú þegar í 45 ár! Hefur virkað í þrjátíu ár.

Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér?
Að fara snemma að sofa.

Strengir þú áramótaheit?
Já, ég geri það. Heilsa mín er fyrst og fremst aðalatriðið. Svo er ég að klára þriðju bókina mín en í þetta skipti fyrir þýskan markað. Ég vona að bókin komi á markað árið 2020. Svo langar mig að ferðast hringinn í kringum Ísland og kannski ferðast til Spánar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024