Optical Burkni
Optical Burkni

Mannlíf

Staða ungmenna á vinnumarkaði: Elísa Helga Friðriksdóttir
Elísa Helga Friðriksdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
miðvikudaginn 20. júlí 2022 kl. 08:30

Staða ungmenna á vinnumarkaði: Elísa Helga Friðriksdóttir

„Mér fannst ekki mikið í boði fyrir fólk á mínum aldri en það hjálpaði til að hafa bílpróf og bíl,“ segir Elísa Helga Friðriksdóttir, starfsmaður í Pennanum Eymundsson í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Af hverju ákvaðst þú að sækja um þessa vinnu?

Ég ákvað að sækja um í Pennanum Eymundsson af því mig vantaði sumarvinnu og var alltaf með í huga að sækja um í versluninni í Krossmóanum.

Hvað ert þú að gera í vinnunni?

Ég afgreiði fólk sem kemur til okkar, raða upp og fylli á og geri upp kassann eftir lokun.

Hvað er það skemmtilegasta við vinnuna þína?

Það er margt skemmtilegt við vinnuna en sérstaklega fólkið sem ég vinn með því ef þau eru ekki skemmtileg þá er ekkert skemmtilegt.

Hvar sóttir þú um fyrir sumarið?

Ég sótti um í Flügger, Lyfju í Reykjanesbæ og í Pennanum Eymundsson.

Var erfitt fyrir þig að finna sumarvinnu?

Ég hélt að það myndi alveg vera erfitt því á flestum stöðum þarf maður að vera átján til tuttugu ára en það var alveg auðvelt í ár.

Hvernig finnst þér staða ungs fólks á vinnumarkaðnum vera núna? 

Ég held að hún sé alveg ágæt fyrir þá sem eru til í að vinna vaktavinnu en sumir á mínum aldri áttu í einhverjum erfiðleikum því sums staðar var frekar tekið inn fólk sem er fætt 2004 eða fyrr.

Fannst þér mikið í boði fyrir fólk á þínum aldri?

Nei, mér fannst ekki mikið í boði fyrir fólk á mínum aldri en það hjálpaði til að hafa bílpróf og bíl.

Hvað mætti gera til þess að koma til móts við ungmenni á vinnumarkaði? 

Það mætti kannski auglýsa betur hvaða störf eru í boði fyrir ungt fólk. Þegar maður fer af stað að sækja um vinnu veit maður ekki hvar vantar fólk en svo virðist vera frekar margt í boði. Og kannski bjóða upp á vinnu með skóla og íþróttum þannig að maður geti átt pening fyrir alls konar afþreyingu yfir veturinn.