Blik í auga
Blik í auga

Mannlíf

Sossa með tveggja metra Ljósanætursýningu
Föstudagur 4. september 2020 kl. 11:50

Sossa með tveggja metra Ljósanætursýningu

Listakonan Sossa verður með opna vinnustofu 5. - 6. september næstkomandi, kl. 14 - 20 báða dagana að Mánagötu 1 í Keflavík.

„Þó svo að Ljósanótt fari ekki fram í ár, sýni ég líkt og undanfarin ár ný málverk á vinnustofunni minni fyrstu helgina í september. Sýningin verður þó með breyttu sniði. Tveggja metra reglan virt, tveir metrar á milli málverka og passað upp á fjarlægðamörk gesta. Þá verður einnig hægt að skoða sýninguna rafrænt á facebook og á heimasíðunni minni www.sossa.is,“ segir í tilkynningu um sýninguna.

Vinnustofa Sossu er á Mánagötu 1 í Keflavík. Allir velkomnir.