Nettó
Nettó

Mannlíf

Söngvaskáldaganga í kvöld
Fimmtudagur 23. ágúst 2018 kl. 10:38

Söngvaskáldaganga í kvöld

Söngvaskáld á Suðurnesjum leiða sögugöngu um Keflavík þar sem stoppað verður við heimili þekktra tónlistarmanna.

Söngvaskáld á Suðurnesjum leiða sögugöngu um Keflavík í kvöld þar sem stoppað verður við heimili þekktra tónlistarmanna af Suðurnesjum og má þar nefna Jóhann Helgason, Bjartmar Guðlaugsson, Rúnar Júlíusson, Þorsteinn Eggertsson og Magnús Kjartansson.

Gangan er liður í verkefninu Útivist í Geopark sem er á vegum Reykjanes Geopark í samstarfi við HS orku og Bláa Lónið. Er þetta síðasta ganga sumarsins.

Gangan hefst í Keflavíkurkirkju kl. 19:30 þar sem söngvaskáld flytja nokkur lög en þá tekur við ganga þar sem boðið verður upp á fróðleik um tónlistina í Keflavík og hver veit nema lagið verði tekið á leiðinni.

Skipuleggjendur Söngvaskálda á Suðurnesjum eru Dagný Gísladóttir, Elmar Þór Hauksson og Arnór B. Vilbergsson.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs