Mannlíf

Skemmtilegur og hugmyndaríkur
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
þriðjudaginn 8. nóvember 2022 kl. 11:10

Skemmtilegur og hugmyndaríkur

Ungmenni vikunnar

Nafn: Frosti Kjartan Rúnarsson
Aldur: 13 ára
Skóli: Njarðvíkurskóli
Bekkur: 9. bekk
Áhugamál: Fótbolti, félagsstörf og vera með vinum
Helstu kostir Frosta Kjartans eru að hann er fyndinn, skemmtilegur og hugmyndaríkur. Frosti er í 9. bekk Njarðvíkurskóla, æfir fótbolta og er í unglingaráði Fjörheima sem og nemendaráði skólans. 
Hvert er skemmtilegasta fagið?

Enska er uppáhaldsfagið mitt því kennarinn er skemmtilegur og ég er góður í ensku.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Annað hvort Patrik Joe eða Freysteinn Ingi, báðir vegna íþrótta.

Optical studio
Optical studio
Skemmtilegasta saga úr skólanum:

Gummi samfó að segja „hoyyjaa“ upp úr þurru.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Ég.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Uppáhaldslagið mitt er Lítill drengur með Villa Vill.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Einkennisrétturinn hennar Heru frænku að nafni Herupasta.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

Cars 2.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

Símann minn, hleðslutæki og risastóran hleðslubanka, svo ég gæti verið í símanum lengi og mögulega beðið um aðstoð.

Hver er þinn helsti kostur?

Ég er fyndinn, skemmtilegur og hugmyndaríkur (að eigin mati).

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?

Ég myndi vilja geta flogið. 

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Hreinskilni.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Mig langar að verða rafvirki.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?

Sætastur.