Optical Studio
Optical Studio

Mannlíf

Ragmagnslaus dagur á leikskólanum Garðaseli
Miðvikudagur 16. janúar 2019 kl. 15:33

Ragmagnslaus dagur á leikskólanum Garðaseli

Föstudaginn 11. janúar sl. var haldinn rafmagnslaus dagur í leikskólanum Garðaseli. Dagurinn hefur verið árlegur viðburður í leikskólanum í nokkur ár og vekur ætíð mikla lukku meðal barnanna. Tilgangurinn er að eiga náðuga stund og kynnast því hvernig hægt er að komast í gegnum daginn án rafmagns. Börnin mega mæta með vasaljós í leikskólann og nota það til að gera tilraunir með ljós og skugga. Ljósin eru slökkt í tvær klukkustundir þennan vinsæla dag.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs