Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Mannlíf

Ókeypis aðgangur á Rokksafn Íslands
Fimmtudagur 8. apríl 2021 kl. 15:59

Ókeypis aðgangur á Rokksafn Íslands

Frítt til 1. september

Frítt verður á Rokksafn Íslands til 1. september í boði Reykja­nes­bæj­ar en bæj­ar­ráð tók ákvörðun þess efn­is ný­verið.

Á Rokksafninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1835 til dagsins í dag. Til viðbótar við tímalínuna eru tvær sérsýningar: „Þó líði ár og öld“ og „Melódíur minninganna & Jón Kr. Ólafsson“. Sú síðarnefnda opnaði 7. mars síðastliðinn.

Sólning
Sólning

Gestum Rokksafnsins býðst líka að tilla sér í kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist. Á safninu má líka finna hljóðbúr og geta gestir reynt á listræna hæfileika sína og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa.