Mannlíf

Már með fjölskyldutónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Fimmtudagur 21. október 2021 kl. 10:37

Már með fjölskyldutónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Fimmtudaginn 28. október nk. verður Már Gunnarsson tónlistarmaður og sundkappi með fjölskyldutónleika í ytri-Njarðvíkurkirkju frá kl.20:00-21:00. Um er að ræða klukkutíma tónleika þar sem flutt verða lög eftir Má í bland við hans uppáhalds lög.

Með honum verða vel valdir tónlistarmenn og eitt stykki leynigestur. Þetta er frábært tækifæri fyrir fólk til að koma og kynnast þessum unga einstaka skemmtikrafti enn betur og eiga saman notarlega stund.

Vogar aðalskipulag
Vogar aðalskipulag

Tónleikarnir eru hugsaðir fólki á öllum aldri og eru þeir í boði Njarðvíkurkirkju - frítt inn!

Fólk er hvatt til að mæta tímanlega þar sem ekki eru númeruð sæti. Kirkjan opnar kl 19:30.