Mannlíf

Malt, appelsín og hangikjöt ómissandi á jólum
Þriðjudagur 22. desember 2020 kl. 07:38

Malt, appelsín og hangikjöt ómissandi á jólum

Malt, appelsín og hangikjöt ómissandi á jólum Bryndís Rúnarsdóttir, kokkur í Landsbankanum í Reykjanesbæ, segir að aðventan sé skemmtilegust. Yfir jólin eigi að slappa af, vera með fjölskyldunni og borða góðan mat.

– Ertu mikið jólabarn?

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Já, ég mundi segja það.“

– Fóru jólaljósin fyrr upp í ár en í fyrra?

„Útiljósin fóru fyrr upp í ár en ekki inniskrautið.“

– Skreytir þú heimilið mikið?

„Bara svona meðal held ég.“

– Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum?

„Já, jólin 1999 eignaðist ég mitt yngsta barn 28. desember og jólin 2015 fékk ég barnabarn á jóladag. Dóttir mín var hjá okkur á aðfangadagskvöld, var með hríðar það kvöld og var komin á fæðingardeildina á jólanótt það var svolítið sérstakt en yndislegt.“

– Hvað er ómissandi á jólum?

„Malt og appelsín og hangikjöt.“

– Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina?

„Mér finnst aðventan skemmtilegust svo bara að slappa af og vera með fjölskyldunni og borða góðan mat.“

– Bakar þú fyrir jólin og hvað þá helst?

„Ég gerði það alltaf en undanfarin ár hef ég bakað lítið, lakkrístoppar eru vinsælastir.“

– Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?

„Ég reyni að vera búin í byrjun desember.“

– Hvenær setjið þið upp jólatré?

„Svona viku fyrir jól.“

– Eftirminnilegasta jólagjöfin?

„Ég á erfitt með að segja eitthvað eitt en allt sem föðuramma mín, Stína í Réttarholti, gaf mér var alltaf í einhverju uppáhaldi. Það var gefið  af svo mikilli ást og kærleika.“

– Hvenær eru jólin komin fyrir þér?

„Þegar ég er búin í skötunni og hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu og finn ilminn af hangikjötinu.“

– Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina?

„Ég er alin upp við það en eftir að ég átti yngsta barnið datt það einhvern veginn upp fyrir. Ég er alltaf með alla í mat og mamma mín meðhjálpari í kirkjunni. Mér fannst ég þurfa að vera heima.“