RVK Asian
RVK Asian

Mannlíf

Jólaljósin tendruð í Grindavík
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 6. desember 2019 kl. 10:46

Jólaljósin tendruð í Grindavík

Ljósin á jólatré Grindavíkurbæjar voru tendruð á föstudaginn á torginu fyrir framan Íþróttamiðstöðina. Nemendur úr Tónlistarskóla Grindavíkur sungu í anddyri hússins og tveir hressir jólasveinar komu í heimsókn og sprelluðu í börnunum. Þá bauð Unglingadeildin Hafbjörg gestum upp á heitt súkkulaði og piparkökur.

Ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum og fangaði stemmninguna í nokkrar ljósmyndir.

Kveikt á jólatré Grindavíkur 2019