Reykjanes Optikk
Reykjanes Optikk

Mannlíf

Iðnaðurinn hættir ekki þrátt fyrir verslunarmannahelgi
Ólafur Bergur Ólafsson
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 30. júlí 2022 kl. 14:00

Iðnaðurinn hættir ekki þrátt fyrir verslunarmannahelgi

Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina. Ólafur Bergur Ólafsson ætlar að fara upp í bústað með fjölskyldunni og ætlar að nýta tímann í að smíða og mála. 
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Ég er að fara upp í bústað að smíða og mála með kærustunni og mömmu og pabba.

Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?

Lang mikilvægast að taka með sér er eitthvað gott að borða og drekka, góða skapið og góðan félagsskap.

Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?

Besta minningin er sennilega verslunarmannahelgin 2016 þegar við vinirnir fórum í margrómaða ferð á Þjóðhátíð í fyrsta skiptið. Við fórum í 5 daga, gistum í húsi í 20 stiga hita og sól allan tímann. Klárlega ein besta ferð sem við vinirnir höfum farið saman í.