Fiðlarinn á Þakinu
Fiðlarinn á Þakinu

Mannlíf

Gestir geta skellt sér í sund
Stuð í sundlaugapartý.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
föstudaginn 2. ágúst 2019 kl. 12:00

Gestir geta skellt sér í sund

„Þeir sem ætla að vera heima um Verslunarmannahelgina, nú eða heimsækja bæinn, geta skellt sér í sund. Opnunartíminn verður lítið skertur og blíða er í kortunum,“ segir á Facebook-síðu Reykjanesbæjar en í Vatnaveröld verður að mestu hefðbundinn opnunartími næstu dagana.

Gestum Vatnaveraldar hefur fjölgað um tæplega átján þúsund milli áranna 2018 og 2019. Á tímabilinu janúar til júní árið 2018 voru gestir samtals 94.278 en á þessu ári er aðsóknartalan á sama tímabili samtals 111.900 sem gerir fjölgun um 19% á milli ára.

Opnunartíminn Vatnaveraldar um Verslunarmannahelgina verður sem hér segir:

Föstudaginn 2. ágúst klukkan 6:30-21:30

Laugardaginn 3. ágúst klukkan 9:00-18:00

Sunnudaginn 4. ágúst klukkan 9:00-18:00

Mánudaginn 5. ágúst klukkan 9:00-17:00

Þá verður Sundlaug Grindavíkur einnig opin alla Verslunarmannahelgina, eða frá kl. 9-18 laugardag, sunnudag og mánudag.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs