Mannlíf

Ferming 2021: „Jesús er mjög góð fyrirmynd“
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
sunnudaginn 21. mars 2021 kl. 07:09

Ferming 2021: „Jesús er mjög góð fyrirmynd“

„Ég læt ferma mig til að játa trú mína á Guð. Þegar ég var lítill fór ég stundum í sunnudagaskóla með ömmu og hugsaði út í alla söguna í kringum Jesú. Mamma sagði mér stundum sögur af Jesú en amma var sterk í því að kenna mér bænir. Nú legg ég augun aftur, var bænin sem amma fór með okkur systkinunum fyrir svefninn.

Við vorum oft í heimsókn hjá ömmu um helgar sem átti þá mjög stórt hús. Ég man að mér fannst afslappandi að fara með bænir fyrir háttinn. Ég er kristinnar trúar og finnst þægilegt og góð tilfinning að trúa. Jesús er mjög góð fyrirmynd fyrir okkur mennina. Ég er búinn að læra mikið um hann í vetur. Hann var sallaróleg manneskja, hjálpaði fólki andlega og veitti því öryggi. Það er búið að vera mjög gaman í fermingarfræðslunni með krökkunum og prestarnir eru æðislegir. Ég bið sjálfur bænir, einhverjar frá því í æsku.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fermingarundirbúningurinn er búinn að styrkja mig í trúnni. Ég er mjög spenntur fyrir fermingardegi mínum og finnst mjög spennandi að halda veislu og hitta allt frændfólkið mitt. Ég fór fyrir stuttu og keypti jakkaföt sem ég verð í á fermingardaginn. Ég ætla í klippingu en ekkert annað. Mamma er að undirbúa veisluna og hún má bara ákveða allt nema mig langar að fá kjúklingaspjót. Ég treysti henni og systur minni fyrir veislunni,“ segir Daníel Örn Gunnarsson sem fermist frá Keflavíkurkirkju.