Mannlíf

Eydís frumsýnd í kvöld - æfingar hafa gengið vel
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 4. september 2019 kl. 12:47

Eydís frumsýnd í kvöld - æfingar hafa gengið vel

Hátíðarsýning Ljósanætur Manstu eftir Eydísi? verður frumsýnd í Hljómahöll í kvöld og er það í níunda sinn sem hópurinn Með blik í auga setur upp slíka sýningu.

Að venju kemur mikill fjöldi að sýningunni sem að þessu sinni einblínir á eitís tímabilið í tónlistarsögunni þar sem kynnirinn Kristján Jóhannsson fer með áhorfendur í tímaferðalag.
Söngvarar sýningarinnar eru ekki af verri endanum: Jónsi, Jógvan, Hera Björk og Jóhanna Guðrún.
Að sögn aðstandenda gekk general prufa vel í gær en æfingar hafa farið fram í gömlu dráttarbrautinni í Keflavík. Ég held að hljómsveitin okkar hafa aldrei verið eins flott eða valið á söngvurunum heppnast betur" sagði Kristján Jóhannsson sögumaður og handritshöfundur þegar við hittum hann eftir rennslið í gær. Hann bætti svo við Svo ég minnist ekki á fólkið sem vinnur að tjaldabaki. Tímabilið er líka skemmtilegt og lagavalið flott. Hefði reyndar verið til í að bæta við svona 50 lögum en það stóð ekki til boða!"
Sýningar eru í fyrsta sinn haldnar í Hljómahöll og því takmarkaður miðafjöldi í boði. Þeir sem vilja ekki missa af þessum viðburði á Ljósanótt þurfa því að tryggja sér miða í tíma.
Miðasala er á hljomaholl.is og tix.is.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024