Mannlíf

Áttahundruð manns í mögnuðu stuði á Þorrablóti Keflavíkur - myndir
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 21. janúar 2020 kl. 10:42

Áttahundruð manns í mögnuðu stuði á Þorrablóti Keflavíkur - myndir

Nærri áttahundruð manns mættu á Þorrablót Keflavíkur sem nú var haldið í Blue höllinni í tíunda skipti. Skemmtidagskrá var veglegri en nokkru sinni fyrr þar sem margir af þekktustu skemmtikröftum og tónlistarmönnum stigu á svið. 

Þorramaturinn rann ljúft ofan í glaða gesti sem brostu framan í ljósmyndara og aðra enda stemmningin frábær í fyrsta stóra þorrablóti ársins. Keflvíkingar eru þekktir fyrir að þjófstarta þorrablótum og þeir gerðu það enn og aftur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í myndasafni VF er þrír myndapakkar sem þið getið smellt á hér að neðan eða nálgast í flokknum „Ljósmyndir“ á vf.is. Hermann Sigurðsson tók myndirnar:

Þorrablót Keflavíkur 2020 (1)

Þorrablót Keflavíkur 2020 (2)

Þorrablót Keflavíkur 2020 (3)