Karlakór Kef vortónl
Karlakór Kef vortónl

Íþróttir

UMFN og UMFG unnu en enginn Keflavíkurhroki í Blue höllinni
Veigar og Kane voru báðir í eldlínunni í kvöld en bæði UMFN og UMFG sigruðu.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 6. febrúar 2025 kl. 23:23

UMFN og UMFG unnu en enginn Keflavíkurhroki í Blue höllinni

Ekki tókst að virkja Keflavíkurhrokann í Blue höllinni en Njarðvík og Grindavík unnu bæði í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar eru nú í þriðja neðsta sæti deildarinnar og í verulegri hættu á að komast ekki í úrslitakeppnina.

Keflvíkingar mættu spútnikiliði ÍR sem sýndi þeim enga miskunn. ÍR náði átta stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta og þann mun náðu heimamenn ekki að brúa þrátt fyrir tvo nýja útlenda leikmenn og að margra mati best eitt best mannaða lið landsins.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Ty-Shon Alexander skoraði mest hjá Keflavík, 18 stig en hjá ÍR var Jacob Falco með 28 stig.

Keflavík-ÍR 81-90 (21-29, 21-20, 22-20, 17-21)

http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=128582&game_id=5933202

Keflavík: Ty-Shon Alexander 18, Igor Maric 17/6 fráköst, Sigurður Pétursson 12/4 fráköst, Remu Emil Raitanen 11, Callum Reese Lawson 7/4 fráköst, Nigel Pruitt 4/5 fráköst, Jarell Reischel 4, Jaka Brodnik 4/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 2, Hilmar Pétursson 2, Ismael Herrero Gonzalez 0, Frosti Sigurðsson 0.

ÍR: Jacob Falko 28/5 fráköst/8 stoðsendingar, Dani Koljanin 18, Hákon Örn Hjálmarsson 11, Zarko Jukic 9/9 fráköst, Oscar Jorgensen 8, Collin Anthony Pryor 6/8 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 5, Aron Orri Hilmarsson 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2, Jónas Steinarsson 0, Teitur Sólmundarson 0.

Öruggt hjá Njarðvík

Á meðan Keflvíkingar ströggluðu gegn Vesturbæingum léku Njarðvíkingar við hvern sinn fingur og unnu KR létt í Icemar höllinni 103-79.

Heimamenn voru með tuttugu stiga forskot í hálfleik og bættu við það í síðari og unnu léttan sigur.

Dwayne Lautier-Ogunleye skoraði 24 stig og tók 8 fráköst. Einn íslenskur leikmaður komst á blað hjá UMFN en það var hinn bráðefnilegi Veigar Páll Alexanderssonar sem skoraði 12 stig og tók 6 fráköst.

Njarðvík-KR 103-79 (28-16, 26-18, 24-26, 25-19)

http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=128582&game_id=5933201

Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 24/8 fráköst, Mario Matasovic 20/7 fráköst, Evans Raven Ganapamo 17, Khalil Shabazz 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Dominykas Milka 13/12 fráköst/5 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 12/6 fráköst, Isaiah Coddon 2, Sigurbergur Ísaksson 0, Patrik Joe Birmingham 0, Brynjar Kári Gunnarsson 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0/5 fráköst.

KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 18/6 fráköst/8 stoðsendingar, Linards Jaunzems 15/5 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 15/6 fráköst, Orri Hilmarsson 8, Friðrik Anton Jónsson 8, Vlatko Granic 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jason Tyler Gigliotti 4/4 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 3/4 fráköst, Hallgrímur Árni Þrastarson 0, Lars Erik Bragason 0.

Baráttu sigur í Þorlákshöfn

Grindvíkingar fóru góða ferð í Þorlákshöfn og unnu baráttu sigur 95-104. Daniel Mortensen fór fyrir Grindvíkingum og skoraði 26 stig og tók 9 fráköst.

Gestirnir náðu áhlaupi í öðrum leikhluta sem þeir unnu 14-29 og þrátt fyrir að vinna þriðja leikhluta með níu stigum dugði það skammt hjá Þórsurum sem eru ekki vanir að lúta í gras á heimavelli.

Þór Þ.-Grindavík 95-104 (23-21, 14-29, 33-24, 25-30)

http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=128582&game_id=5933204

Þór Þ.: Nikolas Tomsick 24/7 fráköst/11 stoðsendingar, Mustapha Jahhad Heron 21/7 fráköst, Jordan Semple 16/13 fráköst, Emil Karel Einarsson 11, Justas Tamulis 10, Ólafur Björn Gunnlaugsson 7, Davíð Arnar Ágústsson 6, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Ragnar Örn Bragason 0, Matthías Geir Gunnarsson 0, Arnór Daði Sigurbergsson 0, Baldur Böðvar Torfason 0.

Grindavík: Daniel Mortensen 26/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jeremy Raymon Pargo 25/6 fráköst, Deandre Donte Kane 16/7 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Bragi Guðmundsson 11, Lagio Grantsaan 8/5 fráköst, Valur Orri Valsson 7/5 fráköst, Arnór Tristan Helgason 7, Kristófer Breki Gylfason 4, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0.