Nýliðar Þróttar fara vel á stað
Lið Þróttar Vogum í knattspyrnu mætti Gróttu Seltjarnarnesi sl. föstudagskvöld, fyrir tímabilið var Gróttu spáð fyrsta sætinu í annari deild en Þrótturum því sjöunda. Leiknum lauk með 2-1 sigri Þróttar og liðið því komið með fullt hús stiga eftir tvo leiki.
Ragnar Þór Gunnarsson kom Þrótti yfir eftir tuttugu mínútna leik og var staðan þannig þegar gengið var til búningsherbergja. Jordan Chase Tyler bætti marki fyrir Þrótt í upphafi seinni hálfleiks.
Heimamenn gáfust þó ekki upp og minnkuðu muninn með marki frá Sölva Björnssyni á 69. mínútu. Nær komust heimamenn ekki og lokatölur 1-2 fyrir Þrótt.