Íþróttir

Grindvíkingar slegnir úr leik eftir hetjulega frammistöðu
Grindvíkingar stóðu sig vel og voru ekki langt frá því að knýja fram oddaleik. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 15. apríl 2022 kl. 21:50

Grindvíkingar slegnir úr leik eftir hetjulega frammistöðu

Fjórði leikurinn í einvígi Grindavíkur og Þórs Þorlákshöfn fór fram í HS Orkuhöllinni í kvöld en fyrir leik höfðu Þórsarar tvo vinninga gegn einum vinningi Grindavíkur. Það fór svo að lokum að gestirnir lönduðu sínum þriðja sigri og sendu Grindvíkinga í sumarfrí en Grindvíkingar áttu í fullu tré við Íslandsmeistarana og munaði aðeins hársbreidd að oddaleik þyrfti milli liðanna.

Grindavík - Þór Þorlákshöfn 86:90

(17:19, 25:29, 26:15, 18:27)

Íslandsmeistararnir voru örlítið beittari í frekar jöfnum fyrri hálfleik og leiddu með sex stigum (42:48) þegar gengið var til hálfleiks.

Grindvíkingar mættu af fullum krafti í seinni hálfleikinn og jöfnuðu leikinn snemma í þriðja leikhluta (50:50), þeir héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og náðu fimm stiga forystu í lok leikhlutans (68:62). Fjórði leikhluti var svo hnífjafn þar til að Þórsarar sigu fram úr í lokin og höfðu að lokum fjögurra stiga sigur (86:90).

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Ivan Aurrecoechea Alcolado (21 stig/16 fráköst/3 stoðsendingar/30 framlagspunktar) og Ólafur Ólafsson (21/5/4/24) átti fínan leik eins og fleiri.
EC Matthews va stigahæstur Grindvíkinga í kvöld (25/3/3/22) en var talsvert frá því að sýna sitt besta.

Grindavík: Elbert Clark Matthews 25, Ólafur Ólafsson 21/5 fráköst, Ivan Aurrecoechea Alcolado 21/16 fráköst, Naor Sharabani 18/7 fráköst, Javier Valeiras Creus 1/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0/6 fráköst, Jón Fannar Sigurðsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hilmir Kristjánsson 0.


Grindavík er því úr leik og það er ljóst að Þór mætir Val í undanúrslitunum. Á páskadag ræðst hverjum Njarðvíkingar koma til með að mæta en það ræðst í oddaleik Tindastóls og Keflavíkur sem fer fram á sunnudag í Síkinu á Sauðárkróki.

Tengdar fréttir