RNB atvinna
RNB atvinna

Íþróttir

Grindavík vann Njarðvík í Suðurnesjaslagnum
Deandre Kane var flottur hjá Grindavík
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 7. mars 2025 kl. 23:36

Grindavík vann Njarðvík í Suðurnesjaslagnum

Grindavík tók á móti Njarðvík í tuttugustu umferð Bónusdeildar karla í kvöld í Smáranum og hafði sigur eftir framlengdan leik, 122-115.

Það mætti halda að lítið hafi verið um varnir í þessum leik en þær voru góðar hjá báðum liðum, sóknargæðin eru bara svo mikil og því var leikurinn hin mesta skemmtun.

VF Krossmói
VF Krossmói

Grindavík leiddi mestan hluta fyrri hálfleiks og voru 62-55 yfir í hálfleik. Njarðvíkingar mættu grimmir til leiks í seinni hálfleik og voru fljótlega búnir að taka forystuna. Þegar skammt lifði leiks var Njarðvík tíu stigum yfir en lokaspretturinn var Grindvíkinga og Bragi Guðmundsson hefði getað tryggt sigur með tveimur vítaskotum en aðeins hið fyrra rataði ofan í og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru Grindvíkingar betri og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, 122-115.

Gæðin í þessari íslensku deild eru orðin svakaleg og bar þessi leikur þess glöggt merki. Deandre Kane átti enn einn stórleikinn, endaði með 23 stig, fráköst og 6 stoðsendingar, 33 punktar í framlag. Jeremy Pargo var líka frábær, gaf heilar 14 stoðsendingar og skoraði 22 stig.

Hjá Njarðvík bar mest á Dwayne Lautier-Ogunleye, hann skoraði 30 stig og gaf 6 stoðsendingar. Dominykas Milka var framlagshæstur með 30, 25 stig og tók 10 fráköst.

Njarðvík er í þriðja sæti með 13 sigra og 7 töp, Grindavík kom sér upp í 5. sæti með 11 sigra og 9 töp.

Jóhann Árni, Grindavík: Bragi Guðmunds, Grindavík: Logi Gunn, Njarðvík: Veigar Páll, Njarðvík