Public deli
Public deli

Íþróttir

Grindavík sló KR út úr Mjólkubikarnum
Grindvíkingar fagna marki gegn Smára í fyrstu umferð bikarkeppninnar. Myndir/Petra Rós Ólafsdóttir
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 2. maí 2024 kl. 09:30

Grindavík sló KR út úr Mjólkubikarnum

Grindavík hafði sigur á KR þegar liðin mættust í annarri umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í gær. Þrátt fyrir að missa mann af velli í stöðunni 1:1 skoruðu Grindvíkingar sigurmarkið og fögnuðu sigri manni færri. Grindavík er því komið í sextán liða úrslit.

Grindavík - KR 2:1

Emma Kate Young kom Grindavík yfir undir lok fyrri hálfleiks (40') og Grindavík því með eins marks forystu í hálfleik.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á fjórðu mínútu seinni hálfleiks jafnaði KR leikinn (49').

Eftir rúmlega klukkutíma leik fékk Júlía Rán Bjarnadóttir að líta sitt annað gula spjald og því vikið af velli (64').

Grindvíkingar lögðu þó ekki árar í bát og nokkrum mínútum síðar skoraði Sigríður Emma F. Jónsdóttir sigurmarkið (64') til að fleyta Grindavík í næstu umferð.

Sigríður Emma var hetja Grindvíkinga í gær.