Fimmtudagur 16. maí 2024 kl. 18:30

Það besta sem nokkur sjómaður getur gert er að bjarga öðrum

„Ég fékk sting í hjartað þegar ég sá hvaða bátur þetta var en fékk fljótt gleði í hjartað þegar ég hafði náð manninum um borð,“ segir Arnar Magnússon, smábátasjómaður og Golu GK sem bjargaði sjómanni og vini sínum til meira en 40 ára úr sjávarháska í nótt.

Arnar sagði það besta sem nokkur sjómaður getur gert er að bjarga öðrum og í dag hafi verið hans stærsti róður á 44 ára sjómannsferli.

Viðtal við Arnar er í spilaranum hér að ofan.