Íþróttir

Fyrsta mót unglingamótaraðar ÍPS í pílu var haldið í Reykjanesbæ
Allir skemmtu sér hið besta eins myndirnar sýna. VF: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 25. febrúar 2022 kl. 10:12

Fyrsta mót unglingamótaraðar ÍPS í pílu var haldið í Reykjanesbæ

„Það er mjög mikilvægt að hlúa vel að yngstu iðkendum íþróttarinnar því þau eru framtíðin,“

– sagði Matthías Örn Friðriksson, formaður Íslenska pílukastsambandsins, að lokinni fyrsta umferð unglingamótaraðar ÍPS og PingPong.is sem var spiluð síðasta laugardag í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar að Keilisbraut 755, Ásbrú.

Þetta er í fyrsta skiptið sem unglingamótaröð af þessu tagi er spiluð á Íslandi og greinilegt að þörfin er mikil enda var þátttaka í þessu fyrsta móti frábær og fór langt fram úr væntingum. Alls mættu 26 keppendur til leiks en keppt var í drengja- og stúlknaflokkum níu til tólf ára og þrettán til átján ára. Fjórar umferðir verða spilaðar á þessu ári og verður næsta umferð spiluð þann 9. apríl.

Matthías Örn Friðriksson, formaður ÍPS, og Pétur Rúðrik Guðmundsson stýrðu mótinu.

Eftir mótið var haft eftir Matthíasi Erni, forseta ÍPS, á vefsíðu ÍPS (dart.is) að framtíðin væri svo sannarlega björt í pílukasti. „Það er mjög mikilvægt að hlúa vel að yngstu iðkendum íþróttarinnar því þau eru framtíðin. Það var magnað að horfa á þau kasta í dag og sjá hversu góð þau eru og hvað þau geta orðið góð ef þau halda áfram að æfa sig. Eins verður að þakka foreldrum sem stóðu sig með prýði og aðstoðuðu við að skrifa leiki og hrósa og hugga eftir því sem gekk í mótinu. Einnig vill ég þakka Pílufélagi Reykjanesbæjar sem tóku gríðarlega vel á móti okkur, gáfu öllum keppendum mat og drykki og voru alltaf til staðar.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Tengdar fréttir