RNB ráðhús
RNB ráðhús

Íþróttir

Frábær sigur Njarðvík gegn toppliðinu, Grindvíkingar steinlágu á Hlíðarenda
Dominykas Milka frá frábær í liði Njarðvíkur. Hér er hann undir körfu Stólana. VF/pket.
Fimmtudagur 13. mars 2025 kl. 20:54

Frábær sigur Njarðvík gegn toppliðinu, Grindvíkingar steinlágu á Hlíðarenda

Njarðvíkingar tóku á móti toppliði Tindastóls í kvöld og Grindavík fór á Hlíðarenda og mætti Val. Hlutskipti liðanna voru misjöfn, Njarðvík vann frábæran sigur gegn toppliðinu, 101-90 en Grindavík steinlá gegn Íslandsmeisturunum, 99-80.

Dominykas Milka var frábær í liði Njarðvíkur, endaði með 26 stig, tók 7 fráköst og varði 5 skot.  Allt byrjunarliðið skilaði sínu, frábær sigur Njarðvíkinga og þeir gefa skýr skilaboð fyrir úrslitakeppnina sem er framundan.

Það var annað uppi á teningnum hjá Grindavík. Þeir léku án Deandre Kane og máttu greinilega ekki við því og náðu sér aldrei á strik. Lokatölur 99-80.

Tónlistarskóli RNB tónleikar
Tónlistarskóli RNB tónleikar

Njarðvík-Tindastóll 101-90 (29-22, 20-24, 19-19, 33-25)

Njarðvík: Dominykas Milka 26/7 fráköst/5 varin skot, Dwayne Lautier-Ogunleye 21/10 fráköst/6 stoðsendingar, Khalil Shabazz 20/4 fráköst/9 stoðsendingar, Mario Matasovic 15/14 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 13/4 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 6, Alexander Smári Hauksson 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Sigurður Magnússon 0, Evans Raven Ganapamo 0, Brynjar Kári Gunnarsson 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0.
Tindastóll: Dimitrios Agravanis 21/7 fráköst, Dedrick Deon Basile 20, Sadio Doucoure 17/9 fráköst, Davis Geks 12, Giannis Agravanis 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 6, Adomas Drungilas 5, Pétur Rúnar Birgisson 2/7 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 0, Ragnar Ágústsson 0, Axel Arnarsson 0, Sigurður Stefán Jónsson 0.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Ingi Björn Jónsson

Valur-Grindavík 99-80 (25-11, 28-17, 31-23, 15-29)

Valur: Taiwo Hassan Badmus 27/10 fráköst, Adam Ramstedt 16/8 fráköst, Frank Aron Booker 15/8 fráköst, Kristófer Acox 13/4 fráköst, Kristinn Pálsson 11, Joshua Jefferson 8, Kári Jónsson 7/5 stoðsendingar/3 varin skot, Karl Kristján Sigurðarson 2, Hjálmar Stefánsson 0/8 fráköst, Ástþór Atli Svalason 0, Símon Tómasson 0, Björn Kristjánsson 0.
Grindavík: Jeremy Raymon Pargo 18/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 13, Bragi Guðmundsson 10/5 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 9, Arnór Tristan Helgason 9, Lagio Grantsaan 9, Daniel Mortensen 8, Valur Orri Valsson 2/8 fráköst, Alexander Veigar Þorvaldsson 2, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Einar Snær Björnsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Birgir Örn Hjörvarsson
Áhorfendur: 368

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari UMFN var í áhorfendasætunum þar sem hann tók út leikbann. Logi Gunnarsson var á bekknum og stýrði liðinu og gekk vel.