Bygg
Bygg

Íþróttir

Elvar Már með met í Grikklandi
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 10. febrúar 2025 kl. 16:38

Elvar Már með met í Grikklandi

Njarðvíski körfuknattleiksmaðurinn Elvar Már Friðriksson heldur áfram að gera það gott í körfuknattleiknum. Um helgina setti hann met í grísku úrvalsdeildinni þegar hann gaf 17 stoðsendingar í leik á móti Lavrio á útivelli.

Leikurinn endaði með tapi, 94-92 og fyrir utan stoðsendingarnar 17 skoraði Elvar 20 stig, sem skilaði honum 34 framlagspunktum. Lið Elvars, Maroussi, átti lokaskotið og hefði sú sending orðið átjánda stoðsending kappans, hann hefði hugsanlega frekar átt að taka lokaskotið sjálfur.

Róðurinn þyngist hjá Elvari og félögum. Maroussi er í næstneðsta sæti deildarinnar með fimm sigra og þrettán töp. Liðið fyrir ofan Maroussi er með sjö sigra og ellefu töp.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Elvar er kominn heim á klakann en framundan eru tveir mikilvægir leikir hjá íslenska landsliðinu, á móti Ungverjum á útivelli fimmtudaginn 20. febrúar, og á heimavelli á móti Tyrkjum sunnudaginn 23. febrúar.