Fréttir

Vogus opnar í Vogum
Það var Alexandra Chernyshova sem hefur getið sér gott orð sem söngkona, sem átti bestu hugmyndina að nafni á verslunina. VF/Sigurbjörn Daði
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 9. mars 2023 kl. 10:50

Vogus opnar í Vogum

Íbúar Voga fá loksins matvörubúð.

„Þessar búðir bjóða upp á pólskar matvörur en við ætlum að hafa 30% íslenskt vöruúrval hér í Vogum,“ segir Mary Weryszko en Grocery Store ehf. opnaði nýlega matvöruverslun í sveitarfélaginu. 

Vogabúar sem hafa verið án matvörubúðar í nokkur tíma, gátu tekið gleði sína á ný laugardaginn 4. mars en þá opnaði búð sem kennd er við og er í eigu Pólverja. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Mary Weryszko sagði að boðið væri upp á pólskar matvörur en vöruúrvalið yrði 30% íslenskt í Vogum. „Fyrsta búðin var opnuð á Akranesi árið 2014 og svo eru fjórar búðir í Reykjavík. Það eru sambærilegar búðir í Póllandi og eigendum datt í hug að sniðugt yrði að opna svona búðir hér á Íslandi, það búa auðvitað fjölmargir Pólverjar á Íslandi en Íslendingar hafa líka tekið búðinni vel. Við vonum að Vogabúar muni taka okkur vel en við gáfum íbúum kost á að taka þátt í nafnasamkeppni og bárust 300 hugmyndir, við vorum mjög ánægð með þátttökuna og hlökkum til samstarfs við Vogafólk,“ sagði Mary.

Það var Alexandra Chernyshova sem hefur getið sér gott orð sem söngkona, sem átti bestu hugmyndina. „Ég var að kenna söng í Vogum og tók ástfóstri við samfélagið. Þegar ég sá auglýsinguna í Víkurfréttum um nafnasamkeppnina ákvað ég að slá til, við fjölskyldan hentum nokkrum hugmyndum inn og mín hugmynd, Vogus, varð fyrir valinu. Mér datt nafnið í hug út frá Bónus, gaman að mín hugmynd hafi orðið fyrir valinu,“ sagði Alexandra að lokum.

Mary Weryszko