Fréttir

Tímamót í starfsemi leikskólans Holts
Guðný B. Guðmundsdóttir formaður fræðsluráð, Helgi Árnason fræðslustjóri, María Petrína Berg leikskólastjóri, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Elína B. Einarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri við opnun Móa og Þúfu.
Miðvikudagur 21. september 2022 kl. 07:30

Tímamót í starfsemi leikskólans Holts

Mánudaginn 12. september síðastliðinn voru tímamót í starfsemi við leikskólann Holt en þá voru deildirnar Mói og Þúfa teknar í notkun og er leikskólinn nú formlega orðinn sex deilda skóli.

Nýju deildirnar eru hinar glæsilegustu og ríkir ánægja með hvernig til tókst. Þá segir María Petrína Berg, leikskólastjóri Holts, að það sé óhætt að segja að stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskólans sé ánægt með stækkunina og að geta tekið á móti þeim fjölda barna sem nú búa í Reykjanesbæ. „Fyrir hönd leikskólans Holts þá langar mig að þakka öllum þeim sem komu að stækkuninni, með einum eða öðrum hætti, fyrir samvinnuna og fagleg og fyrirmyndar vinnubrögð,“ bætir María við.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024