Fréttir

Þakkir til forvarnarteyma grunnskóla Reykjanesbæjar
Mánudagur 6. mars 2023 kl. 07:00

Þakkir til forvarnarteyma grunnskóla Reykjanesbæjar

Vikuna 6.–10. febrúar fengu nemendur í 7./8.–10. bekk í Reykjanesbæ fræðslu um m.a. kynímynd, kynvitund, kynheilbrigði, samskipti kynja, mörk og kynferðislegt ofbeldi.

Nýtt teymi (Forvarnarteymi) tók til starfa á síðasta ári í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Teymin starfa samkvæmt þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025. Markmið teymanna er að tryggja að öll börn á grunnskólaaldri fái fræðslu. Teymin hafa verið að kortleggja og skipuleggja þá fræðslu í vetur í samræmi við alþjóðleg markmið UNESCO um kynfræðslu og kennslu á kynheilbrigði. Afraksturinn birtist í bekkjarnámskrám skólanna á næsta skólaári.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og þakkar forvarnarteymum grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir flott starf.