Sprautur, smokkar og sleypiefni á bílastæði

Af meðfylgjandi mynd að dæma virðist eitthvað "sóðalegt" hafa átt sér stað með smokkana. Þá var búið að setja umbúðir af svitalyktareyði í smokk og par af sokkum var einnig í leyfum af smokki. Ljóst að þarna hafði einhver með frjótt ímyndunarafl verið á ferð.
Tilkynnt var um sprauturnar og allt hitt "gumsið" til lögreglu um miðjan dag í gær. Eitthvað virðist sú tilkynning hafa skolast til hjá lögreglunni, því nálægt miðnætti í gærkvöldi var allt á sínum stað þegar blaðamaður Víkurfrétta skoðaði staðinn eftir ábendingu. Í morgun voru sprauturnar horfnar en smokkarnir og sleypiefnin enn á staðnum, ásamt teskeið og öðru smálegu.
Lögreglan staðfesti í samtali við Víkurfréttir að hafa tekið sprauturnar. Það verður því einhverra annarra að fjarlækja smokkana og annað sem skilið hefur verið eftir á bílastæðinu við hliðina á glerskála gömlu Glóðarinnar við Hafnargötu í Keflavík.
VF-mynd: Hilmar Bragi