Toyota smurdagar 1170
Toyota smurdagar 1170

Fréttir

Ók á konu í bílaþvottastöð
Fimmtudagur 16. janúar 2020 kl. 09:43

Ók á konu í bílaþvottastöð

Ökumaður sem var að aka inn í bílaþvottastöð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrradag  ók á konu sem stóð þar á gólfinu. Ökumaðurinn  kvaðst hafa ætlað að bremsa en ekki tekist þar sem bremsurnar virkuðu ekki eða vegna vætu á gólfinu. Sú sem ekið var á fann til eymsla og var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu við þetta óhapp. Meðal annars gekk veggur innan dyra til og hurð brotnaði.

Lögregla boðaði Vinnueftirlit ríkisins á staðinn.

Þá hefur lögregla haft afskipti af nokkrum ökumönnum á undanförnum dögum vegna gruns um fíkniefnaakstur. Þrír þeirra óku sviptir ökuréttindum og í fórum eins af þeim fundust lyfseðilsskyld lyf sem hann gat ekki sýnt fram á að væru stíluð á hann.
Í vikunni skall svo bifreið á vegriði á Reykjanesbraut þegar ekið var fram úr henni og síðan sveigt fyrir hana. Hjólabúnaður bifreiðarinnar festist í vegriðinu og varð að draga hana af vettvangi.
Fáeinir hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu á síðustu dögum.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs