Kristján Gunnarsson nýr formaður FEB
Kristján Gunnarsson hefur tekið við formennsku í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum. Hann tók við hlutverkinu á aðalfundi félagsins sl. föstudag og tekur við keflinu af Guðrúnu Eyjólfsdóttur, sem verið hefur formaður síðustu ár.
Félag eldri borgara á Suðurnesjum er eitt stærsta félag á Suðurnesjum með um 2.500 félagsmenn og þeir fjölmenntu líka á aðalfundinn. Rétt um 160 manns tóku þátt í formannskosningunni en auk Kristjáns var Guðný Adolfsdóttir í framboði til formanns. Kristján fékk um 2/3 hluta atkvæða í kjörinu.
Starf Félags eldri borgara á Suðurnesjum er viðamikið og Kristján tekur við góðu búi.