Karlakór Kef vortónl
Karlakór Kef vortónl

Fréttir

Hefta almennt  aðgengi að Hafnahöfn
Hafnahöfn er mikið skemmd og verður aðgengi að henni heft. VF/Hilmar Bragi
Fimmtudagur 3. apríl 2025 kl. 06:15

Hefta almennt aðgengi að Hafnahöfn

Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar hefur falið Halldóri K. Hermannssyni, sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs, að fylgja því eftir að aðgangi almennings að höfninni í Höfnum verði heft.

Hafnahöfn hefur ekki verið í notkun í áratugi og með nýrri hafnarreglugerð Reykjaneshafnar var hún formlega lögð af sem höfn. Í áhlaupsveðri helgina 1.-2. mars sl. urðu hafnarmannvirkin fyrir miklum skemmdum sem gera hafnarsvæðið hættulegt yfirferðar, eins og greint hefur verið frá í Víkurfréttum.

Farið var yfir tillögur á fundinum um aðgerðir sem hefta almennt aðgengi að hafnarsvæðinu til að tryggja þar öryggi og varna slysum. Meðal annars verður hluti hafnargarðsins fjarlægður og svæðið girt af.

Bílakjarninn
Bílakjarninn