Vörumiðlun
Vörumiðlun

Fréttir

Gylfi Þór ráðinn í samhæfingu vegna Grindavíkur
Fimmtudagur 2. maí 2024 kl. 13:10

Gylfi Þór ráðinn í samhæfingu vegna Grindavíkur

Forsætisráðuneytið hefur tímabundið ráðið Gylfa Þór Þorsteinsson, teymisstjóra hjá Rauða krossinum, til að leiða samhæfingu vegna Grindavíkur. Mun hann meðal annars samhæfa samskipti og upplýsingagjöf til Grindvíkinga vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Gylfi Þór hefur víðtæka reynslu af flóknum og umfangsmiklum verkefnum. Má þar nefna móttöku flóttafólks frá Úkraínu, uppsetningu og rekstur farsóttarhúsa á tímum COVID auk annarra starfa fyrir Rauða krossinn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024