Fréttir

Ferðamenn keyptu 2500 grímur í Reykjanesapóteki
Ferðamenn við innritun í flugstöðinni í gær. Íslenskir starfsmenn báru grímur við vinnu sína. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 31. janúar 2020 kl. 14:40

Ferðamenn keyptu 2500 grímur í Reykjanesapóteki

„Þetta seldist eiginlega á augabragði. Ég fékk 2500 andlitsgrímur um miðjan dag og það var allt búið um kvöldið,“ segir Sigríður Pálína Gunnarsdóttir, eigandi Reykjanesapóteks í Njarðvík samtali við Víkurfréttir.

„Ég fékk nokkra kassa með fimmtíu pakkningum sem voru með 50 grímum hver. Þetta voru lang mest útlendingar og fólk frá Asíu sem keypti þetta allt. Heimamen keyptu eitthvað. Ég ætla að geyma eitthvað úr næstu sendingu til að eiga fyrir okkar fólk en ég á von á henni á mánudaginn,“ sagði apótekarinn og bætti því við að mikið magn að einnota hönskum hafi selt sem og lítil sprittglös. Sigríður sagði að það væri allt búið eða að klárast hjá heildsölum líka.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Útlendingarnir virkuðu óttaslegnir en ég held að þetta sé nú óþarflega mikil hræðsla,“ sagði Sigríður.

Hluti starfsmanna í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli hefur síðustu daga notað andlitsgrímur við vinnu sína. Guðjón Helgason hjá Isavia sagði að heilbrigðisyfirvöld hafia útvegað grímur og annan búnað en starfsfólk ráði því sjálft hvort það noti það.

Sigríður Pálína apótekari í Reykjanesapóteki lengst til vinstri.