Langbest
Langbest

Fréttir

Fengu spjaldtölvur og nýtt sjónvarp
Fulltrúar FEB, þau Kristján Gunnarsson og Guðrún Eyjólfsdóttir og nokkrir eldri borgarar sem nota þjónustu Selsins, fyrir framan nýja sjónvarpið.
Fimmtudagur 9. mars 2023 kl. 10:30

Fengu spjaldtölvur og nýtt sjónvarp

Selið í Njarðvík, dagdvöl aldraðra, fékk góðar gjafir í síðustu viku þegar Félag eldri borgara og Rafmennt komu færandi hendi með nýtt sjónvarp og spjaldtölvur. 

Fulltrúar frá Félagi eldri borgara keyptu stærstu og nýjustu gerð af sjónvarpi og færðu Selinu. Þá kom Hjörleifur Stefánsson, rafvirki og formaður Rafmennts með fimmtán spjaldtölvur. 

Stjórnendafélag Suðurnesja
Stjórnendafélag Suðurnesja

Rafmennt er endurmenntunarstofnun fyrir fagfólk í rafiðn- og tæknigreinum og hinsvegar framhaldsskóli sem býður upp á nám í faggreinum Meistaraskóla rafiðngreina og í rafiðn- og tæknigreinum. Rafmennt hefur gefið nemendum sem hefja grunnnám rafiðngreina spjaldtölvu til eigna og hafa þeir gefið á fjórða þúsund spjaldtölvur síðan 2016.

Hjörleifur Stefánsson frá Rafmennt og Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar. VF-myndir/pket.