Langbest
Langbest

Fréttir

Björgunarsveitarfólki hótað lífláti og líkamsmeiðingum
Föstudagur 27. janúar 2023 kl. 10:44

Björgunarsveitarfólki hótað lífláti og líkamsmeiðingum

Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum hefur mátt þola líflátshótanir og hótanir um líkamsmeiðingar frá ökumönnum sem komið hafa að lokunarpóstum á Reykjanesbraut þegar brautinni hefur verið lokað vegna óveðurs. Þá hefur björgunarsveitarfólk átt fótum sínum fjör að launa þegar ökumenn hafa skotið sér framhjá lokunarpóstum á Reykjanesbrautinni. Björgunarsveitin Suðurnes hefur nú sagt upp samningi við Vegagerðina um að manna lokunarpósta á Reykjanesbraut.

Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, segir að sveitin hafi átt í viðræðum við Vegagerðina frá árinu 2015 um ýmsar úrbætur þegar kemur að lokun Reykjanesbrautar. Björgunarsveitin hafi talað fyrir daufum eyrum. Úrbótum sé lofað en ekkert gerist. Meðal þess sem björgunarsveitin hefur óskað eftir er að settar séu lokunarslár við Reykjanesbraut og upplýst upplýsingaskilti.

Stjórnendafélag Suðurnesja
Stjórnendafélag Suðurnesja

Rætt er við Harald Haraldsson, formann Björgunarsveitarinnar Suðurnes, í Víkurfréttum í þessari viku. Blaðið má m.a. lesa rafrænt hér að neðan en viðtalið við Harald er á baksíðu blaðsins.