Enn lofar Árni því sem hann getur ekki staðið við

Nú er ljóst að skurðstofa Sjúkrahússins verður lokuð í sumar til þess að draga úr útgjöldum HSS. Árni birtist í kjölfarið í sjónvarpi og lofar því að skurðstofa Sjúkrahússins verði ekki lokað næsta sumar eins og undanfarin ár. Þetta kemur þeim sem þekkja til ákafalega spánskt fyrir sjónir því Árni hefur ekki getað komið í veg fyrir sumarlokun skurðstofunnar þau ár sem hann hefur bæjarstjóri enda ekki vitað að hann hafi haft afskipti af rekstri HSS.
Innistæðulaus loforð
Kjósendir eru berskjaldaðir fyrir öllum þessum loforðum í tíma og ótíma um ólíklegustu hluti sem bæjarstjórinn hefur ekkert með að gera. Hvenær gengur hann fram af kjósendum og hvenær átta menn sig á, Árni líka, að hann er ekki alvaldur?
Staðreyndin er sú að engin innistæða hefur verið fyrir ábyrgðarlausum loforðum Árna eins og brottför hersins og andvaraleysi D-listans í því mikilvæga hagsmunamáli Suðurnesjamanna sýnir. Svipað er á ferðinni nú; Árni lofar einhverju sem hann getur ekki efnt og Suðurnesjamenn verða að sætta sig við verri þjónustu og skert öryggi án þess að úrbætur verði.
Það sem vekur vonir okkar Suðurnesjamanna um úrbætur á þessu sviði er yfirlýsing Sifjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra á fundi um heilbrigðismál hjá A-listanum þess efnis að það væri forgangsverkefni að skurðstofa HSS verði opin allt árið, allan sólahringinn og hún reiknaði með að af því yrði á næsta ári. Þar erum við að tala um orð sem mark er takandi á, einhvern sem er í aðstöðu til þess að standa við orð sín!
Eyjólfur Eysteinsson situr í stjórn Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum