Viðskipti

  • Með einkasölusamning á Ledljósum frá Kína til Norðurlanda
    Guðmundur R Lúðvíksson handsalar samning við HBGL Green Photoelectric Technology Co., LTD í Kína.
  • Með einkasölusamning á Ledljósum frá Kína til Norðurlanda
    Fallegar LED-skreytingar í Kína.
Föstudagur 29. apríl 2016 kl. 13:31

Með einkasölusamning á Ledljósum frá Kína til Norðurlanda

Fyrirtækið Ludviksson ehf - ledljós í Reykjanesbæ hefur gert einkasölusamning fyrir öll Norðurlöndin á sölu á Ledljósum frá einu af stærstu fyrirtækjum í Kína, HBGL Green Photoelectric Technology Co., LTD. Fyrirtækið er leiðandi í Led ljósum og er m.a. í risa verkefni í Indónesíu upp á sex milljarða dollara. Indónesísk stjórnvöld hafa ákveðið að Led lýsa allar götur fyrir 2018. Fyrirtækið HBGL Green Photoelectric Technology Co. er í Beijing, en það á einmitt mest af Led götulýsingunni í þeirri miklu borg.

Ludviksson ehf. hóf starfsemi fyrir nokkrum árum í innflutningi á Ledljósum. Á þeim tíma  þótti Led vera eitthvað langt inn í framtíðina, en nú hefur þessi tækni algjörlega tekið við af gömlu gló og halogen ljósum, enda gríðarlegur orkusparnaður á notkun á Led eða allt að 92%.

Samningur þessi á milli Ludviksson ehf og HBGL Green Photoelectric Technology Co., LTD. opnar möguleika á viðskiptum beint frá Íslandi fyrir önnur Norðurlönd, en eins og flestir vita hafa Kínverjar verulegan áhuga á Íslandi sem tengibrú á milli Vesturheims og Evrópu.

Á LED-lýstri götu í Beijing.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024