Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Ný austurálma mun stækka flugstöðina um 30% - framkvæmdir ganga vel
VF/Hilmar Bragi Bárðarson
Sunnudagur 7. apríl 2024 kl. 06:01

Ný austurálma mun stækka flugstöðina um 30% - framkvæmdir ganga vel

Framkvæmdir í nýrri austurálmu flugstöðvarinnar ganga vel og með vorinu mun hluti af annarri hæð álmunar opna með nýju veitingasvæði í brottfararsal. Nýja austurálman mun stækka flugstöðina um 30% og er hún lykilþáttur í framtíðarþróun flugvallarins. Með henni bætast við fjórir nýir landgangar og tvö rútuhlið sem bæta afgreiðslu flugvéla og auka upplifun farþega.

Um mitt síðasta ár opnaði fyrsti hluti álmunar þegar nýtt farangursflokkunarkerfi í kjallara var tekið í notkun sem og nýr komusalur með farangursmóttöku fyrir farþega. Ný og stærri komuverslun fríhafnarinnar er langt á veg komin og opnar von bráðar. Ný salernisaðstaða fyrir gesti í komusal mun opna bráðlega, ásamt nýrri aðstöðu fyrir týndan farangur. Í haust mun öll önnur hæð álmunar opna með fjórum nýjum landgöngum og nýju rútuhliði. Þá mun farþegasvæðið einnig stækka til muna og ný salerni verða tekin í notkun samhliða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Næsti áfangi í þróun flugvallarins, bygging tengibyggingar, er þegar hafin.