Langur fimmtudagur hjá Bílabúð Benna í dag

Bílabúð Benna, Reykjanesbæ, fagnar sumrinu með Suðurnesjamönnum á löngum fimmtudegi, 22. júní. Í fréttatilkynningu kemur fram að á svæðinu verði glæsilegt úrval af bílum frá fyrirtækinu og boðið uppá spennandi tilboð og ljúfar veitingar. Gestir eiga því von á góðu; Sumarævintýri SsangYong, með kaupaukum og ferðavinningum verður í fullum gangi, sértilboð á völdum bílum frá Opel og lúxusbílar frá Porsche á svæðinu. Grillaðar pylsur og gos verða svo í boði milli kl. 16:00 og 21:00.
Fólk er hvatt til að mæta og gera sér glaða stund á löngum fimmtudegi hjá Bílabúð Benna, Njarðarbraut 9. Allir eru velkomnir.