Viðskipti

  • Konur í meirihluta í stjórn Fríhafnarinnar
  • Konur í meirihluta í stjórn Fríhafnarinnar
    Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar.
Sunnudagur 25. maí 2014 kl. 09:06

Konur í meirihluta í stjórn Fríhafnarinnar

Þrír stjórnarmenn frá Suðurnesjum.

Konur eru í meirihluta í nýrri stjórn Fríhafnarinnar sem kosin var á framhaldsaðalfundi félagsins 21. maí sl. Í sumar starfa um 240 manns hjá Fríhöfninni.

Í nýrri stjórn eru þrír Suðurnesjamenn, Ólafur Thordersen, Guðný María Jóhannsdóttir og Sigríður Jóna Jóhannesdóttir en auk þeirra eru Matthías Imsland og Helga Jónsdóttir sem var kjörin formaður stjórnar. Ásta Dís Óladóttir er sem fyrr framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Fréttnæmt má teljast að konur eru í meirihluta í stjórn og á sama tíma fjölmennari í lykilhlutverkum meðal starfsmanna og stjórnenda.

Formaður stjórnar, framkvæmdastjóri, fjármálastjóri, markaðsstjóri og mannauðsstjóri eru konur, auk fjölmargra millistjórnenda og deildarstjóra.

Karlar gegna einnig mikilsverðum stjórnunarstörfum, því innkaupa- , verslunar- og stjórnun vöruhúss eru í höndum karla, segir í tilkynningu frá Fríhöfninni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024