Viðskipti

  • Kísilfæðubót á markað fyrir áramót
  • Kísilfæðubót á markað fyrir áramót
Fimmtudagur 16. október 2014 kl. 08:46

Kísilfæðubót á markað fyrir áramót

– Heilsa ehf undirritar samning við geoSilica um dreifingu á íslenskan markað.

Eftir nokkurra ára rannsóknir á kísli í affallsvatni jarðvarmavirkjunarinnar á Hellisheiði, hefur geoSilica á Ásbrú í Reykjanesbæ þróað kísilfæðubótarefni sem mun koma á markað á næstu mánuðum. Heilsa ehf, einn stærsti dreifiaðili heilsuvara á Íslandi, er komin í samstarf við geoSilica.

Sigfríð Eik Arnardóttur, framkvæmdarstjóra Heilsu ehf., hlakkar til að koma kísilfæðubótarefninu á markað. „Það er afar ánægjulegt að fá geoSilica í viðskipti til Heilsu en hér er á ferð mjög áhugaverð vara sem ég hlakka mikið til að prófa. geoSilica er góð viðbót í vöruframboð Heilsu og ég er sannfærð um að viðskiptavinir okkar munu taka þessari nýjung fagnandi“. Sigfríð benti einnig á að „stefna Heilsu er að bjóða vörur sem stuðla að heilbrigðum lífsstíl hjá almenningi og geoSilicia uppfyllir svo sannarlega það loforð. Með því að dreifa geoSilica til viðskiptavina okkar getum við boðið enn meira úrval af hágæðavörum. Ekki spillir fyrir að í þessu tilfelli er um íslenska vöru að ræða,“ segir hún í tilkynningu frá geoSilicia
Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri geoSilica, útskýrir í tilkynningunni af hverju fyrirtækið hefði valið Heilsu ehf. til að dreifa vörum sínum á íslenskann markað.
„Heilsa ehf. er stærsti dreifingaraðili fæðubótarefna á Íslandi. Ég dáist að því hvernig þau kynna og auglýsa „gula miðann“. Aðferðin er einföld og áhrifarík. Sem neytandi treysti ég vörum þeirra vegna krafna þeirra um hágæða vörur. Það að verða hluti af vöruúrvali þeirra, þýðir að þau hafa trú á vörunni okkar og gæðum hennar, og það er það sem við vorum að leita af hjá dreifiaðilanum. Ég vona að geoSilia og Heilsa ehf. muni eiga langt samstarf fyrir höndum“.

„Ég er viss um að markaðurinn mun heillast af geoSilica og sjá fljótt hversu áhrifarík varan er eftir að byrjað er á að taka kísilinn inn. Í dag er ekki til sambærileg vara á markaðinum hér á landi en áhrif kísils er vel þekkt úti í heimi. Hver vill ekki minnka hrukkur eða hafa fallegri neglur og hár? Íþróttafólkið verður örugglega himinlifandi að fá vöru sem styrkir liðbönd og brjósk og getur þar af leiðandi dregið úr íþróttameiðslum,“ segir Sigfríð.

Kísilfæðubótarefnið mun koma á markað fyrir árslok 2014. Því verður dreift í öll helstu apótek og heilsuverslanir landsins.

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024